Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Frábær helgi afstaðin.

Já það má sko segja það að þessi helgi hafi verið frábær.  Ég byrjaði laugardaginn á því að fara til Sunnu kl. átta um morguninn, já um morguninn!!!, og við fórum út að skokka/labba. Það var alveg æðislegt og þvílíkt hressandi að byrja daginn svona. Þegar við vorum búnar með hringinn fór ég heim og vakti strákana mína og við tókum okkur til fyrir sundið. Sundtíminn var mjög fínn og Hannes Haukur stóð sig mjög vel. Það voru teknar myndir af þeim í kafi en minn maður var nú ekki neitt að fylgjast með þessari myndavél, botninn á sundlauginni var mun merkilegri en það náðist samt ágætis mynd af honum.  Eftir sundið fórum við heim og HH fékk sér smá kríu og eftir það var haldið í fermingarveislu hjá frændsystkinum hans. En þar með var nú dagurinn ekki búinn!! Eftir veisluna fórum við heim og HH náði að hvíla sig aðeins og svo kom Auðbjörg amma til þess að passa litla stubb af því við Óli vorum að fara í annað boð. Það var heima hjá Sunnu og Sigurjóni og vorum við að fara að borða með þeim og tveimur öðrum vinapörum, eða einu og hálfu þetta kvöld;) Það var hreint út sagt frábært og frábær matur eldaður af henni Sunnu. Takk kærlega fyrir okkur enn og aftur þetta var æðislegt:) Svo var nú sunnudagurinn bara tekinn í smá leti;) Var á fullu að lesa Harry Potter og er farin að nálgast endirinn sem mér líst nú ekki neitt á, langar ekki að vera búin með þessa bók. Svo um kvöldið var hringt í mig frá HH ráðgjöf en ég skráði mig hjá þeim og það er voða gott að vita af því að það er verið að vinna í umsóknum manns, en ekki að maður sendi inn umsóknir og svo ekki neitt meira. Svo verð ég bara að vera dugleg að fylgjast með auglýsingum frá þeim, hvort það komi eitthvert starf sem mér líst vel á og langar að sækja um.

Svo er bara kominn mánudagur og ný vika hafin og ný tækifæri framundan:) Maður verður bara að bera sig eftir þeim, ekki alltaf sem þau koma bara til manns. En þetta er nú komið nóg hjá mér núna. Kveðja til allra sem lesa mig;) María.


Um bloggið

María Narfadóttir

Höfundur

María Narfadóttir
María Narfadóttir

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...e_zodiac_08
  • Hér er ég!!!
  • Flottust:)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband