MJÖG langt síðan síðast;-)

Jæja!! Maður verður nú bara að skammast sín. Hef ekki nennt að skrifa hér inn á þetta blogg ég veit ekki hvað lengi. En núna hef ég fréttir og þá er gaman að blogga.

Ég er farin að vinna aftur í Fjarðarkaupum og er að vinna allan daginn, virka daga. Ætla ekki að vinna um helgar í sumar og svo sé ég til hvernig ég vinn í vetur. Þetta eru þvílík viðbrigði frá því að vera bara heima með Hannesi Hauki, að vera að vinna allan daginn. En svona er þetta, maður getur ekki verið heima endalaust.

Hannes Haukur er í pössun hjá frænku sinni og ömmu sinni á morgnanna og svo eru þeir feðgar saman eftir hádegi þannig að þetta er bara fínt fyrir hann. Við ætluðum að setja hann til dagmömmu en það er bara orðið svo dýrt að maður bara hefur ekki efni á því. En vonandi kemst hann sem fyrst inn á leikskóla því þá þarf ekki að vera að fara inn í Reykjavík með hann á morgnanna því frænka hans býr þar.

Svo vorum við að fá okkur kött!! Já við af öllum:) Hann heitir Rasmus og er eins árs og voða ljúfur köttur og góður. Barngóður og er ekkert að fara með klærnar í HH en þeir eru voða mikið að leika sér eitthvað saman og bralla.

Ég gafst upp á hlaupaprógramminu eins og öllu öðru sem ég tek mér fyrir hendur. Þetta byrjaði voða vel og ég var alveg á því að halda áfram en svo bara datt ég niður í eitthvað "nenni þessu ekki" kjaftæði eins og ég geri oft/alltaf og er því hætt. En núna langar mig svo að gera eitthvað en þá hef ég bara ekki tíma út af vinnunni og svo er ég bara búin eftir daginn þegar ég kem heim. Kannski að maður reyni að koma sér eitthvað út úr húsi á kvöldin þegar HH er sofnaður í staðinn fyrir að leggjast fyrir framan sjónvarpið og sofna þar.

Hannes Haukur er bara flottur strákur og ég verð nú að monta mig aðeins. Hann er farinn að skríða eins og hann á að gera;) með báða fætur fyrir aftan sig og svo er hann farinn að geta staðið upp næstum því alls staðar og labbar með og í gær þá sleppti hann og stóð alveg sjálfur í nokkrar sekúntur;) en þetta er þó byrjunin. Hann borðar eins og fullorðinn maður liggur við, er svo duglegur að borða og fær núna að drekka hjá mér á morgnanna og kvöldin en annars fær hann vatn og fjörmjólk að drekka á daginn. Við erum farin að gefa honum það sama og við borðum á kvöldin, svona ef það er ekki of mikið kryddað og unnið og þá fær hann mat sem ég á tilbúinn handa honum inni í frysti. Það eru ekki mörg orð komin hjá honum, hann kemst ansi langt á uhh-inu sem hann notar eiginlega um allt.  En hann segir namm, namm og stundum mamma. Svo er það aah um dýrin en þá á hann að vera góður við þau. Aa eða taa er takk þegar hann er að rétta manni eitthvað. Svo dansar hann og syngur þegar hann heyrir í tónlist eða útvarpi. Hann klappar fyrir sjálfum sér ef honum finnst hann hafa verið duglegur. Hann er bara æði;) og ég er svo stolt af honum og elska hann.

En ég ætla þá ekki að hafa þetta lengra, bara nokkuð gott hjá mér;) Kv. María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er bara rosa flott hjá þér, þú ert miklu duglegri en ég, sem hef ekki bloggað síðan ég veit ekki hvenær.

Til hamingju með kisuna og ég er sko ekki í vafa um að prinsinn verði sko mikið ahhh við hann

knús og kossar

Guðbjörg (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

María Narfadóttir

Höfundur

María Narfadóttir
María Narfadóttir

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...e_zodiac_08
  • Hér er ég!!!
  • Flottust:)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband