Mjög, mjög langt síðan síðast;)

Já það er augljóst að maður er ekki alveg nógu duglegur hér;) en núna langar mig að skrifa hérna. Margt búið að gerast síðan síðast, en síðasta færsla var í júní 2008!!!

Hannes Haukur varð 1 árs í júlí það ár (2008) og við héldum upp á það hér í Hfn heima hjá tengdó. Svo var smá kaffi fyrir alla fyrir norðan en við vorum þar um sumarið. Það var ættarmót, skátamót, afmæli og Hríseyjarhátíð þannig að það var nóg að gera;) Við vorum svo hér fyrir sunnan á Djúpavatni um verslunarmannahelgina, eins og við gerum alltaf. HH var í pössun hjá frænku sinni í júní en þegar ég fór að vinna í ágúst, eftir sumarfrí, voru þau að fara að flytja til Keflavíkur þannig að ég minnkaði við mig vinnuna og var heima þrjá morgna en hann var hjá ömmu sinni hina tvo. Jólin voru hér fyrir sunnan þetta árið og vorum við hjá þeim á Arnarhrauni, sem og um áramótin.

2009 var fínt ár. HH stækkaði og stækkaði og byrjaði í leikskóla í ágúst á Litla Hjalla. Honum líkar mjög vel þar og við erum líka mjög ánægð með þennan leikskóla. En annars þá fórum við mæðginin norður í febrúar í afmæli hjá mömmu en hún varð fimmtug. Tíðindalaust fram að sumri en ég var í sumarfríi í júní/júlí og fórum við norður í nokkra daga og vorum svo hér heima í einhvern tíma. Það var farið í eina útilegu og svo var það náttúrulega Djúpavatn um verslunarmannahelgina þar sem HH naut sín í botn, óð út í vatnið, settist í það, það vantaði bara upp á að hann færi að syndaShocking! Í ágúst var svo afmæli í Hrísey hjá mömmu og pabba og fórum við HH norður ásamt Hauki bróður og hans fjölskyldu. Það var fín ferð og mjög gaman og þökkum við kærlega fyrir okkur, þó seint séHalo Í nóvember var svo árshátíð Fjarðarkaupa sem var haldin á hótel Örk í Hveragerði. Það var frábær ferð og skemmtum við okkur mjög vel. Svo í desember var haldið norður í Hrísey til þess að vera þar um jól og áramót. Haukur og Unnur komu svo þann 28. og voru með okkur um áramótin. Þetta var fín ferð og góð afslöppun, eins og alltaf þegar maður kemur heim í ey.

2010 Já það er bara komið árið 2010!!! Og HH verður 3ja ára í júlí!! Ken jú bílív itt?? Ekki ég. Mér finnst svo stutt síðan að ég var upp á skurðstofu LSH þar sem hann var tekinn með keisaraskurði. En svona er þetta nú, tíminn líður og við verðum víst bara að fylgja með-það gengur víst ekki öðruvísi. En núna er kominn febrúar, nánar tiltekið 16. og hún Rúrí vinkona (og frænka Óla og HH) á afmæli í dag og óskum við henni innilega til hamingju með daginn.

Janúar leið bara ánægjulega, maður var svona bara að jafna sig á jólunum og koma sér aftur í rútínuna. HH er alltaf jafn ánægður í leikskólanum og finnur sig vel þar. Á morgun er öskudagur og þá mega þau koma í hverju sem er en annars eru þau alltaf í skólafötum. Við ætlum að fara í náttfötunum og hafa gamanTounge

Ætli ég hafi þetta nú nokkuð lengra núna, ágætis upprifjun hjá mér. Kk MN


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

María Narfadóttir

Höfundur

María Narfadóttir
María Narfadóttir

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...e_zodiac_08
  • Hér er ég!!!
  • Flottust:)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband