Úti í ey

Hæ, hæ.

Það er nú ekki hægt að segja að ég sé að standa mig í þessu bloggi mínu. En maður reynir að henda inn færslum af og til, sérstaklega ef það er eitthvað fréttnæmt.

Við Hannes Haukur fórum norður í Hrísey á föstudaginn og erum búin að vera í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba/ ömmu og afa síðan þá. Á laugardaginn fórum við öll; ég, Hannes Haukur, mamma, pabbi, Narfi Freyr, amma, Svana, Agla og Bára á kaffihúsamessu í Sæborg sem var alveg rosalega skemmtileg. Þetta var kór frá Vestmannaeyjum sem var að syngja og þetta var bara svona afslappað og skemmtilegt, vöfflur og kaffi og sungið og klappað og haft gaman. Við vorum bara róleg hér heima á Hvítasunnudag en í gær, annan í Hvítasunnu, fórum við í sveitaferð í Bárðardalinn og heimsóttum Diku og Óla á Bjarnarstöðum og fengum að sjá litlu lömbin og kálfana. Hannesi Hauki fannst þetta voðalega spennandi en var náttúrulega ekkert að fatta hvað þetta var. Fannst þetta bara vera eitthvað sem hann ætti að vera góður við af því hann var alltaf að segja "aaa":)

Við höfum það annars bara mjög gott. Hannes Haukur dafnar hér hjá afa sínum og ömmu og finnst frábært að hafa einhvern svona til að stjana við sig. Hann "skríður" hér um allt og er farinn að gera tilraunir við það að standa upp við stofuborðið en það vantar ennþá herslumuninn á að það hafist.

Sendi bara góðar kveðjur til allra, kær kveðja María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Þóra

Alltaf gott að koma heim til mömmu og pabba :)

hafið það bara sem allra best

kveðja

sigga Tóta frænka

Sigríður Þóra, 14.5.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

María Narfadóttir

Höfundur

María Narfadóttir
María Narfadóttir

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...e_zodiac_08
  • Hér er ég!!!
  • Flottust:)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband