13.3.2008 | 14:57
Ákvað að búa til nýtt blogg.
Hæ, hæ. Já ég ákvað að búa mér til nýtt blogg, var hjá blogcentral.is, þar sem að mér líkuðu ekki breytingarnar sem gerðar voru þar. Vona bara að þetta blogg eigi eftir að reynast mér vel. Á hinni síðunni var ég nú ekki neitt voðalega dugleg að skrifa inn færslur en margt hefur drifið á daga mína frá síðustu færslu.
Hannes Haukur er að verða 8 mánaða gamall og er orðinn 8.5kg!!! og 69 cm!! Ekkert smá sem hann rifnar út hjá okkur. Hann tók líka þennan þvílíka kipp í vexti þegar ég byrjaði að gefa honum að borða með brjóstamjólkinni. Núna er hann farinn að fá graut, ávexti; banana, epli, vínber, melónu og grænmeti eins og brokkólí og blómkál og sætar kartöflur og gulrætur. Einnig er hann farinn að fá fisk og eitthvað aðeins kjöt en við erum bara rétt að byrja að gefa honum það. Svo er hann farinn að sitja einn og veltir sér út um allt gólf. Hann er blaðrandi allan daginn og liggur við ný hljóð að koma á hverjum degi. Hann er bara algjör gullmoli og ég elska hann svo mikið og er svo stolt af honum.
Af okkur skötuhjúunum er það að frétta að það er eiginlega ekkert nýtt búið að gerast hjá okkur!!:) Okkar líf heldur bara áfram í sömu skorðum en það er Hannes Haukur sem er sífellt að koma með eitthvað nýtt. Ég er að vísu farinn að hreyfa mig meira. Ég fer út á göngu með Sunnu vinkonu og núna erum við byrjaðar á hlaupaprógrammi og ætlum að reyna að koma okkur í form fyrir sumarið. Óli fékk gullúr á nýafstaðinni árshátíð hjá Bykó sem verðlaun/virðinarvottur fyrir að vera búinn að vera starfsmaður hjá þeim í 10 ár. Árshátíðin var annars mjög skemmtileg og skemmtum við okkur mjög vel.
Ég held að þetta sé bara fínt hjá mér svona í fyrstu færslu. Sjáumst síðar, kveðja
María.
Um bloggið
María Narfadóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Fjölskylda og vinir
- Björgvin Haukur Bróðir minn, flugmaðurinn
- Hannes Haukur Elsku fallegi sonurinn minn
- Narfi Freyr Bróðir minn, smiðurinn
- Hildur Elísabet Vinkona úr HÍ
- Þóra fararstýra Vinkona mín úr HÍ
Englabossar
- Alexandra Nótt og Sævar Óli Litlu krílin hennar Siggu
- Andrés Blær og Inga Dís Börnin þeirra Guðjóns og Þóru, vina okkar
- Ólafur Darri Sonur Sunnu vinkonu
Áhugavert
- Barnaland Allt um barnið á netinu.
- Facebook Hér eru allir vinirnir;)
- Hafnarfjörður Hér bý ég.
- Hrísey Hér ólst ég upp og hér búa foreldrar mínir.
Fyrir mig
- Ágætis afþreying ef mér leiðist mjög mikið:) leikir á netinu.
- Byr Sparisjóðurinn í Hafnarfirði.
- Síminn vefpósturinn minn.
- Sparisjóðurinn Heimabankinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ , til hamingju með nýju síðuna...þetta er miklu betri og flottari síða..
þú verður kannski duglegri en ég að blogga...hahahaha
sjáumst um helgina
kv.Guðbjörg
Guðbjörg , 13.3.2008 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.