26.3.2008 | 13:23
Je minn hvað tíminn líður...
...en páskarnir eru búnir og vor og sumar bara á næsta leyti!! Sonur minn heldur bara áfram að stækka og stækka og er orðinn 8 mánaða gamall. Hann er svo duglegur og núna er það nýjasta hjá honum að veifa og segja, eða reyna að segja, bless bless:) Hann kann að sýna hvað hann er stór og sterkur og svo réttir hann upp hendina til þess að sýna hvað hann vill fá. Bara algjör engill.
Við Sunna erum ennþá duglegar í hlaupaprógramminu en tókum smá pásu um páskana en byrjuðum samt aftur kl. 9 á annan í páskum. GO við:)!! Í gær ákvað ég svo að byrja á því að skrifa matardagbók og komst að því að ég er ekki að borða nógu hollan mat. Verð að taka mig á í því.
Á mánudagskvöldið fór ég í bíó með Narfa Frey en hann var hér fyrir sunnan um páskanna. Við fórum að sjá Semi Pro og þvílík vitleysa!! Gat samt alveg hlegið smá en þetta er svona mynd fyrir hans aldur frekar en minn. Ég meina, það eru 10 ár á milli okkar, hann er bara rétt að verða tvítugur í haust en ég að verða 30!!! Smekkur manns breytist nú á 10 árum.
Læt þetta duga núna, kveðja María.
Um bloggið
María Narfadóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Fjölskylda og vinir
- Björgvin Haukur Bróðir minn, flugmaðurinn
- Hannes Haukur Elsku fallegi sonurinn minn
- Narfi Freyr Bróðir minn, smiðurinn
- Hildur Elísabet Vinkona úr HÍ
- Þóra fararstýra Vinkona mín úr HÍ
Englabossar
- Alexandra Nótt og Sævar Óli Litlu krílin hennar Siggu
- Andrés Blær og Inga Dís Börnin þeirra Guðjóns og Þóru, vina okkar
- Ólafur Darri Sonur Sunnu vinkonu
Áhugavert
- Barnaland Allt um barnið á netinu.
- Facebook Hér eru allir vinirnir;)
- Hafnarfjörður Hér bý ég.
- Hrísey Hér ólst ég upp og hér búa foreldrar mínir.
Fyrir mig
- Ágætis afþreying ef mér leiðist mjög mikið:) leikir á netinu.
- Byr Sparisjóðurinn í Hafnarfirði.
- Síminn vefpósturinn minn.
- Sparisjóðurinn Heimabankinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehehe mikið get ég verið sammála þér með sem pro.. þetta er mesta rugl sem ég veit um guð minn góður.
Hanna Björg Sævarsdóttir, 30.3.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.