9.4.2008 | 18:16
Langt síðan síðast.
Ég er nú ekki alveg að standa mig í þessu bloggi mínu. Það er bara þannig að þó svo að maður hafi allan tíma í heimi núna að þá hefur maður samt einhvern veginn engan tíma, skiliði? Manni finnst að maður ætti að vera voða duglegur, maður sé nú í rauninni ekki að gera neitt nema að hanga heima. Það er þó fjarri því að ég sé eitthvað aðgerðalaus hér á daginn. Það þarf að leika sér, fá sér að borða, leggja sig, fá sér aðeins meira að borða, fara út í vagn að leggja sig, fá sér að borða, leika sér, borða ennþá meira og svo að lokum að fara að sofa. Svo þegar tími gefst til þá tekur maður til, setur í þvottavélina, vaskar upp, moppar og skiptir um á rúmunum.
En ég hef svo sem alveg haft tíma fyrir sjálfa mig líka. Við Sunna erum ennþá duglegar í hlaupaprógraminu okkar og erum komnar upp í það að hlaupa í 5 mín. og labba í 2 og hálfa mín. á milli. Að vísu bara einn dagur búinn af þessu 5 mín prógrammi og ég hélt að ég myndi deyja!! Það eru svolítil viðbrigði að hlaupa í 5 mín heldur en í 3 mín. en við gátum það og erum bara nokkuð stoltar af okkur:)
Hannes Haukur er alltaf að uppgötva heiminn meira og meira. Hann er farinn að klappa saman lófunum, sýna hvað hann er stór og sterkur, þykjast vera týndur, vinka bless og margt annað sem saman stendur þá aðallega af hljóðum. Eitt hljóð er fyrir nammi, nammi, annað er fyrir allt það sem hann vill fá en fær ekki og svo eru fullt af hljóðum sem hafa held ég engan annan tilgang í rauninni en að hann er að fatta að nota röddina og raddböndin. Svaka duglegur strákur. Svo er hann farinn að fá meira að borða og dafnar vel hér hjá okkur.
Ætli ég láti þetta ekki bara vera nóg í bili, maður má nú ekki vera of duglegur;) Kveðja til allra sem lesa, María.
Um bloggið
María Narfadóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Fjölskylda og vinir
- Björgvin Haukur Bróðir minn, flugmaðurinn
- Hannes Haukur Elsku fallegi sonurinn minn
- Narfi Freyr Bróðir minn, smiðurinn
- Hildur Elísabet Vinkona úr HÍ
- Þóra fararstýra Vinkona mín úr HÍ
Englabossar
- Alexandra Nótt og Sævar Óli Litlu krílin hennar Siggu
- Andrés Blær og Inga Dís Börnin þeirra Guðjóns og Þóru, vina okkar
- Ólafur Darri Sonur Sunnu vinkonu
Áhugavert
- Barnaland Allt um barnið á netinu.
- Facebook Hér eru allir vinirnir;)
- Hafnarfjörður Hér bý ég.
- Hrísey Hér ólst ég upp og hér búa foreldrar mínir.
Fyrir mig
- Ágætis afþreying ef mér leiðist mjög mikið:) leikir á netinu.
- Byr Sparisjóðurinn í Hafnarfirði.
- Síminn vefpósturinn minn.
- Sparisjóðurinn Heimabankinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú gætir nú skroppið eina ferð til Kefló svona ef þér leiðast heimilisstörfin ... Nú og ef þau kæta þig mikið þá er af nægu að taka á þessum bænum ;)
Dúsdús (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.