13.5.2008 | 15:04
Úti í ey
Hæ, hæ.
Það er nú ekki hægt að segja að ég sé að standa mig í þessu bloggi mínu. En maður reynir að henda inn færslum af og til, sérstaklega ef það er eitthvað fréttnæmt.
Við Hannes Haukur fórum norður í Hrísey á föstudaginn og erum búin að vera í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba/ ömmu og afa síðan þá. Á laugardaginn fórum við öll; ég, Hannes Haukur, mamma, pabbi, Narfi Freyr, amma, Svana, Agla og Bára á kaffihúsamessu í Sæborg sem var alveg rosalega skemmtileg. Þetta var kór frá Vestmannaeyjum sem var að syngja og þetta var bara svona afslappað og skemmtilegt, vöfflur og kaffi og sungið og klappað og haft gaman. Við vorum bara róleg hér heima á Hvítasunnudag en í gær, annan í Hvítasunnu, fórum við í sveitaferð í Bárðardalinn og heimsóttum Diku og Óla á Bjarnarstöðum og fengum að sjá litlu lömbin og kálfana. Hannesi Hauki fannst þetta voðalega spennandi en var náttúrulega ekkert að fatta hvað þetta var. Fannst þetta bara vera eitthvað sem hann ætti að vera góður við af því hann var alltaf að segja "aaa":)
Við höfum það annars bara mjög gott. Hannes Haukur dafnar hér hjá afa sínum og ömmu og finnst frábært að hafa einhvern svona til að stjana við sig. Hann "skríður" hér um allt og er farinn að gera tilraunir við það að standa upp við stofuborðið en það vantar ennþá herslumuninn á að það hafist.
Sendi bara góðar kveðjur til allra, kær kveðja María.
Um bloggið
María Narfadóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Fjölskylda og vinir
- Björgvin Haukur Bróðir minn, flugmaðurinn
- Hannes Haukur Elsku fallegi sonurinn minn
- Narfi Freyr Bróðir minn, smiðurinn
- Hildur Elísabet Vinkona úr HÍ
- Þóra fararstýra Vinkona mín úr HÍ
Englabossar
- Alexandra Nótt og Sævar Óli Litlu krílin hennar Siggu
- Andrés Blær og Inga Dís Börnin þeirra Guðjóns og Þóru, vina okkar
- Ólafur Darri Sonur Sunnu vinkonu
Áhugavert
- Barnaland Allt um barnið á netinu.
- Facebook Hér eru allir vinirnir;)
- Hafnarfjörður Hér bý ég.
- Hrísey Hér ólst ég upp og hér búa foreldrar mínir.
Fyrir mig
- Ágætis afþreying ef mér leiðist mjög mikið:) leikir á netinu.
- Byr Sparisjóðurinn í Hafnarfirði.
- Síminn vefpósturinn minn.
- Sparisjóðurinn Heimabankinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gott að koma heim til mömmu og pabba :)
hafið það bara sem allra best
kveðja
sigga Tóta frænka
Sigríður Þóra, 14.5.2008 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.